Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. nóvember 2010 06:00 Jose Mourinho, styður golfíþróttina í Portúgal. Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi. Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi.
Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Sjá meira