Innlent

Meirihlutinn vill nýjan Icesave samning

Tæp 67% landsmanna vilja að ríkisstjórnin felli Icesave lögin úr gildi og semji upp á nýtt við Breta og Hollendinga frekar en þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Capacent Gallup og greint var frá í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Í sömu könnun kemur fram að 53% landsmanna vilja samþykkja Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir það vilja mun fleiri að ríkisstjórnin felli lögin úr gildi og hefji nýjar viðræður. Það væri vænlegra fyrir þjóðarhag.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent Gallup, segir að þetta þurfi ekki endilega að stangast á. Niðurstaðan sýni að þjóðaratkvæðagreiðsla væri ekki aðalmálið í huga fólks.




Tengdar fréttir

Rúmlega helmingur ósammála Ólafi

Rúmlega helmingur landsmanna er ósammála ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skrifa ekki undir Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði og sagt var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×