Breska fjármálaeftirlitið reyndi ekki að stöðva innlánasöfnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. janúar 2010 23:32 Breska fjármálaeftirlitið, FSA, aðhafðist ekkert til þess að hindra það að Kaupþing setti á fót Edge reikningana í Bretlandi átta mánuðum áður en bankinn hrundi. Ástæðan er sú að FSA taldi að með því að safna innlánum gæti bankinn bætt lausafjárstöðu sína. Frá þessu er sagt á vef Telegraph í kvöld. Í fréttinni er sagt frá því að Rannsóknardeild alvarlegra efnahagsglæpa sé nú að rannsaka hvort Kaupþing hafi blekkt breska innistæðueigendur þegar Edge reikningarnir voru kynntir fyrir sparifjáreigendum.Gerðu ekkert Blaðið segir frá því að FSA hafi ekkert gert til þess að koma í veg fyrir stofnun Edge reikninganna í apríl 2008, einungis átta mánuðum áður en bankinn hrundi, vegna þess að talið væri að með stofnun reikninganna væri hægt að bæta lausafjárstöðu Kaupþings. Blaðið hefur eftir hátt settum yfirmanni úr FSA að þar á bæ hafi menn haft áhyggjur af lausafjárstöðu Kaupþings allt frá því fyrir jól árið 2007. Telegraph segir að Kaupþing Singer & Friedlander, sem var breskt dótturfélag Kaupþings, hafi verið mjög nærri því að bjargast úr efnahagshruninu. Hins vegar hafi bresk yfirvöld neyðst til að frysta eignir Kaupþings í aðdraganda hruns bankans vegna ótta um að peningar yrðu millifærðir frá Bretlandi til Íslands.Shearer krafðist rannsóknar á bankanum Telegraph segir að talsmenn FSA vilji ekki tjá sig um það hvort stofnunin rannsaki starfsemi Kaupþings. Tony Shearer, sem var bankastjóri Singer & Friedlander áður en Kaupþing tók bankann yfir, hafi skrifað FSA bréf og farið fram á að starfsemin yrði rannsökuð. „Vegna allra þeirra sem töpuðu fjármunum verðum við að vita hvað gerðist á milli þess sem bankinn var tekinn yfir og hann hrundi," sagði Shearer í samtali við Telegraph. „FSA er að hluta til ábyrgt vegna þess að þetta gerðist allt á vaktinni þeirra," sagði hann. Talsmenn FSA fullyrða hins vegar að þeir hafi ekkert getað gert til að koma í veg fyrir kaup Kaupþings á Singer & Friedlander árið 2005 þrátt fyrir efasemdir um kaupandann. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið, FSA, aðhafðist ekkert til þess að hindra það að Kaupþing setti á fót Edge reikningana í Bretlandi átta mánuðum áður en bankinn hrundi. Ástæðan er sú að FSA taldi að með því að safna innlánum gæti bankinn bætt lausafjárstöðu sína. Frá þessu er sagt á vef Telegraph í kvöld. Í fréttinni er sagt frá því að Rannsóknardeild alvarlegra efnahagsglæpa sé nú að rannsaka hvort Kaupþing hafi blekkt breska innistæðueigendur þegar Edge reikningarnir voru kynntir fyrir sparifjáreigendum.Gerðu ekkert Blaðið segir frá því að FSA hafi ekkert gert til þess að koma í veg fyrir stofnun Edge reikninganna í apríl 2008, einungis átta mánuðum áður en bankinn hrundi, vegna þess að talið væri að með stofnun reikninganna væri hægt að bæta lausafjárstöðu Kaupþings. Blaðið hefur eftir hátt settum yfirmanni úr FSA að þar á bæ hafi menn haft áhyggjur af lausafjárstöðu Kaupþings allt frá því fyrir jól árið 2007. Telegraph segir að Kaupþing Singer & Friedlander, sem var breskt dótturfélag Kaupþings, hafi verið mjög nærri því að bjargast úr efnahagshruninu. Hins vegar hafi bresk yfirvöld neyðst til að frysta eignir Kaupþings í aðdraganda hruns bankans vegna ótta um að peningar yrðu millifærðir frá Bretlandi til Íslands.Shearer krafðist rannsóknar á bankanum Telegraph segir að talsmenn FSA vilji ekki tjá sig um það hvort stofnunin rannsaki starfsemi Kaupþings. Tony Shearer, sem var bankastjóri Singer & Friedlander áður en Kaupþing tók bankann yfir, hafi skrifað FSA bréf og farið fram á að starfsemin yrði rannsökuð. „Vegna allra þeirra sem töpuðu fjármunum verðum við að vita hvað gerðist á milli þess sem bankinn var tekinn yfir og hann hrundi," sagði Shearer í samtali við Telegraph. „FSA er að hluta til ábyrgt vegna þess að þetta gerðist allt á vaktinni þeirra," sagði hann. Talsmenn FSA fullyrða hins vegar að þeir hafi ekkert getað gert til að koma í veg fyrir kaup Kaupþings á Singer & Friedlander árið 2005 þrátt fyrir efasemdir um kaupandann.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjá meira