Innlent

Braut gegn fjórtán ára stúlku

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund í miskabætur.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tvívegis haft samræði við fjórtán ára stúlku.

Maðurinn játaði brot sitt. Honum var gert, auk ofangreinds, að greiða tæplega hálfa milljón króna í málsvexti.

- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×