Innlent

Þorfinnur Ómarsson ráðinn ritstjóri Eyjunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorfinnur Ómarsson er nýr ritstjóri Eyjunnar. Mynd/ E. Ól.
Þorfinnur Ómarsson er nýr ritstjóri Eyjunnar. Mynd/ E. Ól.
Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn ritstjóri fréttavefsins Eyjunnar í stað Guðmundar Magnússonar. Í frétt á Eyjunni kemur fram að Þorfinnur hafi áralanga reynslu af fjölmiðlum. Hann nam fjölmiðlafræði í Frakklandi. Hann hefur starfað sem fréttaritari fyrir RÚV og dagskrárgerðarmaður þar. Þá var hann dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×