Boston sló Cleveland úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2010 09:00 LeBron James og félagar eru komnir í sumarfrí. Mynd/AP Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið. NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið.
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira