Erlent

Elísabet drottning komin á Facebook

Elísabet drottning
Elísabet drottning Mynd/AFP
Elísabet II, drottning Breta, hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Þetta gerir hún einkum fyrir tilstuðlan prinsessanna Beatrice og Eugenie sem eru dætur Andrews prins og Söruh Ferguson hertogaynju af York. Ár er frá því að drottningin hóf að nota Twitter en um jólin verða liðin þrjú ár frá því að hún opnaði sína eigin konunglegu síðu á myndbandavefnum YouTube.

Á Facebook-síðunni verður hægt að fylgjast með dagskrá drottningarinnar og skoða myndir af konungsfjölskyldunni og nýlegar upptökur af starfi þeirra.

„Drottningin hefur í getnum tíðina fylgst náið með nýjum leiðum til að eiga í góðum samskiptum við almenning," segir í tilkynningu frá Buckinghamhöll um Facebook-síðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×