Endurskoðendur í þögn og afneitun 12. maí 2010 18:45 Íslenskir endurskoðendur eru í þögn og afneitun vegna bankahrunsins, segir Vilhjálmur Bjarnason lektor, í framhaldi af stefnu slitastjórnar Glitnis gegn PricewaterhouseCoopers fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu.Stefnan gegn PricewaterhouseCoopers beinir sjónum að ábyrgð endurskoðenda á hruninu en slitastjórn Glitnis staðhæfir að hinir stefndu hefðu aldrei komið fram ráðagerðum sínum án hlutdeildar endurskoðendanna. Þeir hafi vitað um óeðlilega áhættu Glitnis, gróflega rangfært þá áhættu og þannig stuðlað að sviksamlegri fjáröflun bankans.Ráðamenn PwC hafa ekki fengist í viðtal í dag. Þeir sendu hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu en þar segja þeir að áritanir PricewaterhouseCoopers hafi byggst á þeim gögnum sem félagið hafði aðgang að á þeim tíma og það standi við áritun sína.Vilhjálmur Bjarnason lektor segir að endurskoðendafyrirtækin hafi aðgang að öllum gögnum skjólstæðinga sinna. Ef þau fái ekki aðgang að gögnum eða telji sig vanta eitthvað þá geti endurskoðendafyrirtæki ekki skrifað upp á reikning. Það að lýsa því yfir að menn standi við reikning, þar sem stendur ekki steinn yfir steini, sé býsna djörf yfirlýsing, og afneitun á staðreyndum, segir Vilhjálmur.PricewaterhouseCoopers var endurskoðandi bæði Glitnis og Landsbankans og fékk fyrir það samtals 425 milljóna króna tekjur á árinu 2007, en KPMG endurskoðaði Kaupþing sama ár fyrir 420 milljónir króna. Samtals nam endurskoðunarkostnaður bankanna þriggja á fimm ára tímabili fjórum milljörðum króna.Vilhjálmur minnir á að eignamat bankanna hafi reynst út í bláinn. Það vanti 60-70 prósent upp á þær eignir séu fyrir hendi. Íslenskir endurskoðendur hafi samt skrifað upp á reikninga bankanna athugasemdalaust. En telur hann kominn tíma til að þeir viðurkenni ábyrgð sína á hruninu?"Mér virðast viðbrögð þeirra í eitt og hálft ár, með þögn og afneitun, benda eindregið til þess að þeir ætli að leysa úr þessari spurningu einungis í réttarsal," segir Vilhjálmur. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Íslenskir endurskoðendur eru í þögn og afneitun vegna bankahrunsins, segir Vilhjálmur Bjarnason lektor, í framhaldi af stefnu slitastjórnar Glitnis gegn PricewaterhouseCoopers fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu.Stefnan gegn PricewaterhouseCoopers beinir sjónum að ábyrgð endurskoðenda á hruninu en slitastjórn Glitnis staðhæfir að hinir stefndu hefðu aldrei komið fram ráðagerðum sínum án hlutdeildar endurskoðendanna. Þeir hafi vitað um óeðlilega áhættu Glitnis, gróflega rangfært þá áhættu og þannig stuðlað að sviksamlegri fjáröflun bankans.Ráðamenn PwC hafa ekki fengist í viðtal í dag. Þeir sendu hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu en þar segja þeir að áritanir PricewaterhouseCoopers hafi byggst á þeim gögnum sem félagið hafði aðgang að á þeim tíma og það standi við áritun sína.Vilhjálmur Bjarnason lektor segir að endurskoðendafyrirtækin hafi aðgang að öllum gögnum skjólstæðinga sinna. Ef þau fái ekki aðgang að gögnum eða telji sig vanta eitthvað þá geti endurskoðendafyrirtæki ekki skrifað upp á reikning. Það að lýsa því yfir að menn standi við reikning, þar sem stendur ekki steinn yfir steini, sé býsna djörf yfirlýsing, og afneitun á staðreyndum, segir Vilhjálmur.PricewaterhouseCoopers var endurskoðandi bæði Glitnis og Landsbankans og fékk fyrir það samtals 425 milljóna króna tekjur á árinu 2007, en KPMG endurskoðaði Kaupþing sama ár fyrir 420 milljónir króna. Samtals nam endurskoðunarkostnaður bankanna þriggja á fimm ára tímabili fjórum milljörðum króna.Vilhjálmur minnir á að eignamat bankanna hafi reynst út í bláinn. Það vanti 60-70 prósent upp á þær eignir séu fyrir hendi. Íslenskir endurskoðendur hafi samt skrifað upp á reikninga bankanna athugasemdalaust. En telur hann kominn tíma til að þeir viðurkenni ábyrgð sína á hruninu?"Mér virðast viðbrögð þeirra í eitt og hálft ár, með þögn og afneitun, benda eindregið til þess að þeir ætli að leysa úr þessari spurningu einungis í réttarsal," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent