Innlent

Vinna hverja keppni á fætur annarri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þau Sara Lind Guðnadóttir og Elvar Kristinn Gapunay stóðu sig afskaplega vel í Lundúnum á dögunum.
Þau Sara Lind Guðnadóttir og Elvar Kristinn Gapunay stóðu sig afskaplega vel í Lundúnum á dögunum.
Þau Sara Lind Guðnadóttir og Elvar Kristinn Gapunay, sem eru bæði 9 ára, hljóta að teljast í hópi efnilegustu danspara á Íslandi. Þau tóku þátt í danskeppni í Lundúnum seinni partinn í október og komu heim með fjölda bikara. Þau kepptu svo á 10 ára afmælismóti Dansíþróttasambands Íslands sem fram fór um helgina og unnu fjögur gull.

„Þau eru búin að vinna allar sínar keppnir á Íslandi á þessu ári. Þau urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar og tvöfaldir bikarmeistarar," segir Thelma Magnúsdóttir, sem er mamma Söru Lindar. Thelma segir að unga dansparið hafi keppt í fyrsta sinn á alþjóðlegu móti þegar að Copenhagen Open fór fram í febrúar á þessu ári.

„Þau eru voða dugleg, voða samviskusöm og eiga sinn tíma," segir Thelma þegar hún er spurð að því hvort krakkarnir hafi einhvern tíma aflögu til að læra og leika sér við jafnaldra sína. Hún segir að þau séu í einkatímum þrisvar í viku og svo í hóptímum þrisvar í viku.

Thelma er að vonum ánægð með árangur barnanna. „Ég er bara rosastolt," segir Thelma sem á líka fjórtán ára gamla stelpu sem er í dansi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×