Fréttaskýring: Aldrei átti að leyfa skráningu Eik Banki á markað Friðrik Indriðason skrifar 3. október 2010 09:10 Nákvæm rannsókn á falli Eik Banki í Færeyjum er framundan. Bankasérfræðingur segir að aldrei hefði átti að leyfa skráningu bankans á markað, þar með í Kauphöll Íslands. Rannsóknin mun einkum beinast að sjóðnum Eik Grunnurinn en hann var stærsti eigandi Eik Banki. Þá rannsókn annast Skrásetning eða viðskiptaeftirlit Færeyja. Samhliða þeirri rannsókn mun bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, kanna hvort stjórnendur bankans beri ábyrgð á falli hans. Eik Banki var áður sparisjóður undir nafninu Föroya Sparikassi. Svipað og hjá SPRON og öðrum íslenskum sparisjóðum var stofnfjárhlutum hans komið í hendur færeyskra valda- og ráðmanna sem treyst var til að fara með eignarhald sparisjóðsins. Áður en Eik Banki var settur á markað var þessum stofnfjárhlutum safnað saman í sjóðinn Eik Grunnurinn sem varð siðan kjölfestufjárfestir í bankanum með 52% eignarhlut. Jörn Asturp Hansen bankasérfræðingurinn sem Finansiel Stabilitet hefur ráðið til að hreinsa til í Eik Banki segir að aldrei hefði átt að leyfa skráningu bankans á markað á sínum tíma, en hann var skráður bæði í kauphöllina í Kaupmannahöfn og Kauphöll Íslands. Jörn Astrup segir vart hægt að hugsa þá hugsun til enda að Eik Banki fékk leyfi til að skrá sig á markað. Samkvæmt eigin reglum bankans lá allur ákvörðunarréttur um rekstur hans í höndum gömlu stofnfjáreigendanna en aðrir hluthafar höfðu ekkert að segja og höfðu engan atkvæðarétt á aðalfundum hans. "Að hægt sé að skrá bankann i kauphöllina á þessum grundvelli skil ég alls ekki," segir Jörn Astrup. Raunar hefur Eik Grunnurinn þegar sætt minniháttar rannsókn af hálfu Skrásetning. Það var í tengslum við kaup Eik Banki á hlutum í SPRON eftir að sá sparisjóður var skráður í Kauphöllina á Íslandi. Eik Banki var um tíma einn af stærstu hluthöfum SPRON með ríflega 8% eignarhlut. Sá hlutur var afskrifaður að fullu hjá bankanum s.l. vetur en hann hafði verið metinn á 40 milljónir danskra kr. eða um 800 milljónir kr. í bókhaldi bankans. Skráseting komst að þeirri niðurstöðu að þessi fjárfesting hefði verið glórulaus og fékk Eik Grunnurinn áminningu af hendi eftirlitsins í fyrra vegna málsins. Svo virðist sem Eik Grunnurinn hafi verið notaður sem ruslatunna fyrir fleiri af vafasömum fjárfestingum Eik Banki og mun hin nýja rannsókn m.a. beinast að því. Jörn Astrup segir að þótt hrun Eik Banki sé áfall er þó eitt ljós að finna í myrkrinu. "Við horfum fram á að losna við sjóðinn úr eignarhaldi bankans," segir hann. Það var bankastjórn Eik Banki sem jafnframt myndaði stjórn Eik Grunnurinn og svo virðist sem mikið hafi verið um viðskipti þvers og kruss milli bankans og sjóðsins. Aðspurður um afhverju ekki var gripið fyrr inn í starfsemi Eik Banki segir Jörn Astrup að yfirvöld hafi of seint orðið vör við vandamálin í bankanum. Heimildir: Berlingske Tidende, Jyllands Posten og Börsen. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Nákvæm rannsókn á falli Eik Banki í Færeyjum er framundan. Bankasérfræðingur segir að aldrei hefði átti að leyfa skráningu bankans á markað, þar með í Kauphöll Íslands. Rannsóknin mun einkum beinast að sjóðnum Eik Grunnurinn en hann var stærsti eigandi Eik Banki. Þá rannsókn annast Skrásetning eða viðskiptaeftirlit Færeyja. Samhliða þeirri rannsókn mun bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, kanna hvort stjórnendur bankans beri ábyrgð á falli hans. Eik Banki var áður sparisjóður undir nafninu Föroya Sparikassi. Svipað og hjá SPRON og öðrum íslenskum sparisjóðum var stofnfjárhlutum hans komið í hendur færeyskra valda- og ráðmanna sem treyst var til að fara með eignarhald sparisjóðsins. Áður en Eik Banki var settur á markað var þessum stofnfjárhlutum safnað saman í sjóðinn Eik Grunnurinn sem varð siðan kjölfestufjárfestir í bankanum með 52% eignarhlut. Jörn Asturp Hansen bankasérfræðingurinn sem Finansiel Stabilitet hefur ráðið til að hreinsa til í Eik Banki segir að aldrei hefði átt að leyfa skráningu bankans á markað á sínum tíma, en hann var skráður bæði í kauphöllina í Kaupmannahöfn og Kauphöll Íslands. Jörn Astrup segir vart hægt að hugsa þá hugsun til enda að Eik Banki fékk leyfi til að skrá sig á markað. Samkvæmt eigin reglum bankans lá allur ákvörðunarréttur um rekstur hans í höndum gömlu stofnfjáreigendanna en aðrir hluthafar höfðu ekkert að segja og höfðu engan atkvæðarétt á aðalfundum hans. "Að hægt sé að skrá bankann i kauphöllina á þessum grundvelli skil ég alls ekki," segir Jörn Astrup. Raunar hefur Eik Grunnurinn þegar sætt minniháttar rannsókn af hálfu Skrásetning. Það var í tengslum við kaup Eik Banki á hlutum í SPRON eftir að sá sparisjóður var skráður í Kauphöllina á Íslandi. Eik Banki var um tíma einn af stærstu hluthöfum SPRON með ríflega 8% eignarhlut. Sá hlutur var afskrifaður að fullu hjá bankanum s.l. vetur en hann hafði verið metinn á 40 milljónir danskra kr. eða um 800 milljónir kr. í bókhaldi bankans. Skráseting komst að þeirri niðurstöðu að þessi fjárfesting hefði verið glórulaus og fékk Eik Grunnurinn áminningu af hendi eftirlitsins í fyrra vegna málsins. Svo virðist sem Eik Grunnurinn hafi verið notaður sem ruslatunna fyrir fleiri af vafasömum fjárfestingum Eik Banki og mun hin nýja rannsókn m.a. beinast að því. Jörn Astrup segir að þótt hrun Eik Banki sé áfall er þó eitt ljós að finna í myrkrinu. "Við horfum fram á að losna við sjóðinn úr eignarhaldi bankans," segir hann. Það var bankastjórn Eik Banki sem jafnframt myndaði stjórn Eik Grunnurinn og svo virðist sem mikið hafi verið um viðskipti þvers og kruss milli bankans og sjóðsins. Aðspurður um afhverju ekki var gripið fyrr inn í starfsemi Eik Banki segir Jörn Astrup að yfirvöld hafi of seint orðið vör við vandamálin í bankanum. Heimildir: Berlingske Tidende, Jyllands Posten og Börsen.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira