Lífið

Hádegi í Hafnarfirði

Douglas Brotchie leikur síðbarokk í hádeginu.
Douglas Brotchie leikur síðbarokk í hádeginu.

Í dag verða hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju. Þeir hefjast kl. 12.15-12.45. Douglas Brotchie, organisti Háteigskirkju í Reykjavík, flytur fjölbreytta og fagra barokktónlist á Wegscheider-orgel kirkjunnar.

Á efnisskrá eru verk eftir Otto Olsson (1879-1964), Johann Pachelbel (1653-1706), Georg F Kaufmann (1679-1735), Johann Caspar Kerll (1627-1693), og Georg Muffat (1653-1704): Tónleikunum var aflýst í mars vegna veikinda.

Listamaðurinn hefur sérstaklega valið efnisskrána með tilliti til hljóms þessa einstaka hljóðfæris sem er í upprunalegum þýskum mið-átjándu aldar stíl. Orgelsmiðurinn Kristian Wegscheider í Dresden þykir fremsti sérfræðingur heims um þessar mundir í smíði og endurgerð upprunahljóðfæra af þessari gerð.

Dr. Douglas Brotchie er fæddur í Skotlandi, orðinn Íslendingur eftir meira en 25 ára dvöl hér á landi og býr í Mosfellsbæ. Hann er organisti og kórstjóri Háteigskirkju, hefur komið fram sem einleikari á tónleikum víða um Ísland, í Skotlandi, Ungverjalandi og í Þýzkalandi og hefur spilað inn á fjölda geisladiska. - pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.