Viðskipti innlent

Steinn Logi hættur hjá Húsasmiðjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsasmiðjan. Mynd/ Daníel R.
Húsasmiðjan. Mynd/ Daníel R.
Forstjóri Húsasmiðjunnar, Steinn Logi Björnsson, hefur látið af störfum hjá félaginu samkvæmt samkomulagi milli hans og stjórnar Húsasmiðjunnar. Við starfi hans tekur Sigurður Arnar Sigurðsson sem hefur víðtæka reynslu af smásölumarkaði á Íslandi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Nýr forstjóri Húsasmiðjunnar, Sigurður Arnar, er 46 ára gamall með Cand.Oecon. próf frá Háskóla Íslands. Frá 1991 til 1997 vann Sigurður hjá KPMG við endurskoðun og síðar sem framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækis í matvælaiðnaði. Árið 1997 leiddi hann stofnun raftækjaverslunarinnar ELKO hf. og gegndi stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins til ársins 2000. Frá árinu 2000 til 2004 var Sigurður framkvæmdastjóri verslunarsviðs BYKO hf. Á árabilinu 2004 til 2006 gegndi hann stöðu forstjóra Kaupáss hf. en frá þeim tíma hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi hérlendis og erlendis.

Sigurður hefur þegar hafið störf og verður Steinn Logi honum innan handar næstu mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×