Hrafn Kristjánsson: Svona spáðum við þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:30 Hrafn Kristjánsson. Mynd/Daníel Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira