Viðskipti innlent

Leigusamningum fækkar töluvert milli mánaða

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 625 í apríl 2010 og fækkar þeim um 20,9% frá mars 2010 og fækkar um 4,6% frá apríl 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands.

Þinglýstum leigusamningum fækkar í öllum landshlutum milli mánaða, hlutfallslega mest á Austurlandi eða 65% þ.e. úr 20 og niður í 7.

Fækkunin er minnst á höfuðborgarsvæðinu en þar er jafnframt mesti fjöldi samninga. Þeim fækkar um 17,3% á milli mánaða, fara úr 526 og niður í 435.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×