Ofstolt og fréttafréttir Pawel Bartoszek skrifar 15. janúar 2010 06:00 Flestir hljóta að fyllast óhug og sorg yfir þeim fréttum sem nú berast frá Haítí. Ef marka má fréttirnar virðist jarðskjálftinn ekki aðeins hafa lagt í rúst höfuðborgina og bundið endi á þúsundir mannslífa heldur einnig laskað sjálfar undirstöður samfélagsins sem veikar voru fyrir. Þeir íslensku björgunarmenn sem drifu sig á hamfarasvæðið áður en sólarhringur var liðinn frá skjálftanum eiga án efa eftir að gera mikið gagn og sjálfsagt er að hæla þeim fyrir skjót viðbrögð. Hins vegar er ekki laust við að það mikla hlutverk sem för íslensku björgunarsveitarinnar hefur fengið í allri umfjöllun um hamfarirnar beri vott um einmitt þá minnimáttarkennd sem þátttaka í slíkum verkefnum ætti að vinna bug á. Í fyrsta lagi þá höfum við orðið vitni að algerri og ótímabærri ofnotkun á stolthugtakinu. Flugvélin með björgunarfólkinu var enn að taka eldsneyti í Boston þegar einhver á öldum ljósvakans sagðist vera stoltur af því að vera Íslendingur. Það er ekki útilokað að þeir sem hjálpuðu til og fjölskyldur þeirra muni einhvern tímann hafa tilefni til að fyllast stolti. En við hin? Hvað höfum við gert? Er rétta tilfinningin þegar slíkur ógnarharmleikur á sér stað, sú að vera stoltur og hrærður yfir óunnnum björgunarafrekum annarra? Aðrir finna sér annað tilefni til stolts. Utanríkisráðherra var strax á miðvikudaginn stoltur yfir því hve vel íslensk stjórnsýsla hafi reynst þegar kom að því að undirbúa ferðalagið. Jú, jú, á meðan hálf milljón manna liggur slösuð, látin eða grafin innan um urð og grjót og öngþveiti ríkir í höfuðborg annars ríkis er ekki úr vegi að gleðjast yfir skilvirkni íslenska stjórnkerfisins. Í öðru lagi þá er það undarlegt að þurfa að tiltaka það án afláts að íslenska björgunarsveitin hafi verið með þeim fyrstu á staðinn. Í útvarpsþætti á miðvikudaginn var sagt að hún væri ein sú fyrsta í heiminum til að mæta til Haítí. „Allavega sú fyrsta frá Norðurlöndunum," bætti útvarpsmaðurinn við til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hvers vegna skiptir þetta einhverju máli? Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvað ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins? Það eru nefnilega, í hnattrænu samhengi, ömurlegar fréttir að íslensku björgunarsveitarmennirnir hafi verið með þeim fyrstu á vettvang. Þær eru ömurlegar vegna þess að þetta þýðir að sólarhringur hafi liðið áður en alþjóðleg aðstoð fór að berast af alvöru. Á þeim sólarhring hafa þúsundir manna líklegast látist, grafnir í rústum húsa. Mörgum þeirra hefði hugsanlega verið hægt að bjarga ef hjálpin hefði borist fyrr. Í þriðja lagi er það hin sígilda þörf hérlendra miðla til að segja svokallaðar fréttafréttir af Íslandi og Íslendingum. Dæmi um fréttafrétt vikunnar er til dæmis frétt um að á vef CNN hafi birst frétt um að Íslendingar hafi verið með þeim fyrstu til að senda björgunarsveit til Haítí. Annað dæmi um fréttafrétt er að norskt dagblað sagði að fátæka Ísland hugðist hjálpa til, þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins. Við þetta má bæta við fréttum á borð við þær að í viðræðum íslenskra ráðamanna við erlenda starfsbræður sína hafi komið fram að þeir dáðust að skjótum viðbrögðum Íslendinga. Var virkilega ekkert annað fréttnæmara sem tengdist þessum hörmulega atburði? Er okkur virkilega svona mikilvægt að aðrir taki eftir þegar við vinnum góðverk? Skemmst er að minnast þess þegar forseti Íslands, í samúðarkveðju sinni til forseta Ítalíu vegna jarðskjálftanna í Abruzzo, „vék að rannsóknum Íslendinga á sviði jarðskjálfta og hinu öfluga viðvörunarkerfi sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hefðu þróað," eins og það var orðað í fréttatilkynningunni frá forsetaembættinu. Afar nærgætið. Auðvitað finnst öllum gaman að tala um sjálfa sig en það má nú stundum sýna lágmarksvirðingu gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda. „Leitt með hann pabba þinn en, vel á minnst, ég er einmitt að gera verkefni í skólanum um þá tegund krabbameins sem varð honum að bana. Finnst þér ég ekki duglegur?" Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvert ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Vinsælast 2010 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir hljóta að fyllast óhug og sorg yfir þeim fréttum sem nú berast frá Haítí. Ef marka má fréttirnar virðist jarðskjálftinn ekki aðeins hafa lagt í rúst höfuðborgina og bundið endi á þúsundir mannslífa heldur einnig laskað sjálfar undirstöður samfélagsins sem veikar voru fyrir. Þeir íslensku björgunarmenn sem drifu sig á hamfarasvæðið áður en sólarhringur var liðinn frá skjálftanum eiga án efa eftir að gera mikið gagn og sjálfsagt er að hæla þeim fyrir skjót viðbrögð. Hins vegar er ekki laust við að það mikla hlutverk sem för íslensku björgunarsveitarinnar hefur fengið í allri umfjöllun um hamfarirnar beri vott um einmitt þá minnimáttarkennd sem þátttaka í slíkum verkefnum ætti að vinna bug á. Í fyrsta lagi þá höfum við orðið vitni að algerri og ótímabærri ofnotkun á stolthugtakinu. Flugvélin með björgunarfólkinu var enn að taka eldsneyti í Boston þegar einhver á öldum ljósvakans sagðist vera stoltur af því að vera Íslendingur. Það er ekki útilokað að þeir sem hjálpuðu til og fjölskyldur þeirra muni einhvern tímann hafa tilefni til að fyllast stolti. En við hin? Hvað höfum við gert? Er rétta tilfinningin þegar slíkur ógnarharmleikur á sér stað, sú að vera stoltur og hrærður yfir óunnnum björgunarafrekum annarra? Aðrir finna sér annað tilefni til stolts. Utanríkisráðherra var strax á miðvikudaginn stoltur yfir því hve vel íslensk stjórnsýsla hafi reynst þegar kom að því að undirbúa ferðalagið. Jú, jú, á meðan hálf milljón manna liggur slösuð, látin eða grafin innan um urð og grjót og öngþveiti ríkir í höfuðborg annars ríkis er ekki úr vegi að gleðjast yfir skilvirkni íslenska stjórnkerfisins. Í öðru lagi þá er það undarlegt að þurfa að tiltaka það án afláts að íslenska björgunarsveitin hafi verið með þeim fyrstu á staðinn. Í útvarpsþætti á miðvikudaginn var sagt að hún væri ein sú fyrsta í heiminum til að mæta til Haítí. „Allavega sú fyrsta frá Norðurlöndunum," bætti útvarpsmaðurinn við til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hvers vegna skiptir þetta einhverju máli? Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvað ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins? Það eru nefnilega, í hnattrænu samhengi, ömurlegar fréttir að íslensku björgunarsveitarmennirnir hafi verið með þeim fyrstu á vettvang. Þær eru ömurlegar vegna þess að þetta þýðir að sólarhringur hafi liðið áður en alþjóðleg aðstoð fór að berast af alvöru. Á þeim sólarhring hafa þúsundir manna líklegast látist, grafnir í rústum húsa. Mörgum þeirra hefði hugsanlega verið hægt að bjarga ef hjálpin hefði borist fyrr. Í þriðja lagi er það hin sígilda þörf hérlendra miðla til að segja svokallaðar fréttafréttir af Íslandi og Íslendingum. Dæmi um fréttafrétt vikunnar er til dæmis frétt um að á vef CNN hafi birst frétt um að Íslendingar hafi verið með þeim fyrstu til að senda björgunarsveit til Haítí. Annað dæmi um fréttafrétt er að norskt dagblað sagði að fátæka Ísland hugðist hjálpa til, þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins. Við þetta má bæta við fréttum á borð við þær að í viðræðum íslenskra ráðamanna við erlenda starfsbræður sína hafi komið fram að þeir dáðust að skjótum viðbrögðum Íslendinga. Var virkilega ekkert annað fréttnæmara sem tengdist þessum hörmulega atburði? Er okkur virkilega svona mikilvægt að aðrir taki eftir þegar við vinnum góðverk? Skemmst er að minnast þess þegar forseti Íslands, í samúðarkveðju sinni til forseta Ítalíu vegna jarðskjálftanna í Abruzzo, „vék að rannsóknum Íslendinga á sviði jarðskjálfta og hinu öfluga viðvörunarkerfi sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hefðu þróað," eins og það var orðað í fréttatilkynningunni frá forsetaembættinu. Afar nærgætið. Auðvitað finnst öllum gaman að tala um sjálfa sig en það má nú stundum sýna lágmarksvirðingu gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda. „Leitt með hann pabba þinn en, vel á minnst, ég er einmitt að gera verkefni í skólanum um þá tegund krabbameins sem varð honum að bana. Finnst þér ég ekki duglegur?" Er ekki annað kapphlaup mikilvægara nú, kapphlaupið um að ná sem flestum lifandi út úr húsarústum í Port-au-Prince, heldur en eitthvert ímyndað kapphlaup við Dani og Svía og aðrar þjóðir heimsins?
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun