Erlent

Kínversk stjórnvöld fylgjast með SMS skilaboðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Google hefur staðið í stappi við kínversk stjórnvöld. Mynd/ AFP.
Google hefur staðið í stappi við kínversk stjórnvöld. Mynd/ AFP.
Kínversk stjórnvöld eru byrjuð að fylgjast með smáskilaboðum úr farsímum þar í landi.

Borið hefur á því að SMS þjónustu hjá viðskiptavinum stærstu farsímafyrirtækja Kínverja, China Mobile og China Unicom hafi verið lokað eftir að þeir hafi sent út vafasöm skilaboð, eftir því sem fram kemur í Global Times, sem er kínverskur ríkisfjölmiðill.

Kínversk stjórnvöld eru jafnframt í miklum deilum við stjórnendur Google fyrirtækisins vegna ritskoðunar. Talsmenn fyrirtækisins sögðu á þriðjudag að þeir myndu mögulega hætta með þjónustu sína í Kína vegna ritskoðunarinnar.

Daily Telegraph greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×