Lífið

Sandra mun skilja

Sandra Bullock mun skilja við eiginmann sinn, hún vill þó ekki ana áfram af tillitssemi við börn hans. 
Nordicphoto/getty
Sandra Bullock mun skilja við eiginmann sinn, hún vill þó ekki ana áfram af tillitssemi við börn hans. Nordicphoto/getty

Vinir Söndru Bullock segja hana staðráðna í að skilja við eiginmann sinn, Jesse James, eftir að upp komst um framhjáhald hans. Leikkonan mun þó ætla að ganga rólega til verks því hún óttast að annað muni hafa slæm áhrif á börn James.

„Hún vill ekki særa börnin og þess vegna hefur hún ákveðið að ganga frá skilnaðinum í rólegheitum. Jesse og börn hans voru og eru fjölskylda hennar og hún vill fara varlega í sakirnar. En skilnaðurinn mun gerast, þetta er aðeins spurning um tíma," var haft eftir heimildarmanni.

Fyrir viku var leikkonan mynduð á göngu stuttu frá heimili sínu og athygli vakti að hún bar engan hring á fingri. „Sandra kynntist hlið á Jesse sem fáir höfðu fengið að kynnast, en nú hefur hún fengið að sjá þann Jesse sem allir hinir sáu. En hún er mjög jarðbundin og skynsöm og þeir eiginleikar munu koma henni í gegnum þennan erfiða tíma."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.