Umfjöllun: Hlynur fór á kostum í sigri Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2010 17:37 Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorsteinsson í baráttunni. Mynd/Daníel Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2. Dominos-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira