Viðskipti innlent

Danski krónprinsinn heimsótti Össur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krónprinsinn kynnir sér framleiðslu Össurar.
Krónprinsinn kynnir sér framleiðslu Össurar.
Danski krónprinsinn og viðskiptaráðherra Dana kynntu sér framleiðslu stoðtækjafyrirtækisins Össurar á Nordic Lighthouse sýningunni sem haldin er samhliða heimssýningunni í Shanghai. Sýningin er kynningarvettvangur fyrir þekkt norræn vörumerki á borð við Lego, Skagen, Volvo, Danfoss og fleiri og stendur næstu mánuðina.

Össur hefur verið skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá því í september í fyrra. Danska fjárfestingarfélagið William Demant og danski lífeyrissjóðurinn ATP eiga samtals ríflega 40% hlutafjár í Össuri, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×