Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. mars 2010 22:22 Robert Jarvis á ferðinni í kvöld. Mynd/Anton Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni. Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni.
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum