Viðskipti innlent

Um 7 milljarða króna hagnaður á fyrstu þremur mánuðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2010 nam 7,2 milljörðum króna og er það í framhaldi af 8,8 milljarða króna hagnaði þrjá síðustu mánuði ársins 2009. Árshlutareikningur samstæðu OR var samþykktur á stjórnarfundi í dag.

Rekstrarhagnaður OR fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, fyrstu þrjá mánuði ársins var 4,2 milljarðar króna. Hagnaður fyrir skatta nam 10,1 milljarði króna. Reiknaðir skattar eru 2,9 milljarðar og afkoma tímabilsins því 7,2 milljarðar króna.

Heildareignir þann 31. mars síðastliðinn voru 292 milljarðar króna en voru tæpir 282 milljarðar króna 31. desember í fyrra.

Eigið fé þann 31. mars síðastliðinn var 47 milljarðar króna en var 41 milljarður króna 31. desember 2009.

Heildarskuldir fyrirtækisins þann 31. mars 2010 voru 244 milljarðar króna samanborið við 241 milljarður króna í árslok 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×