Skólinn kennir á lífið Bjarni Karlsson skrifar 2. desember 2010 00:01 Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun