Skjalið var lagt á auðan stól 11. desember 2010 05:00 Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, við auðan stól verðlaunahafans, kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. fréttablaðið/AP Um það bil þúsund manns fylgdust með hátíðlegri athöfn í ráðhúsinu í Ósló í gær, þar sem Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, lagði verðlaunaskjal ársins á auðan stól kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Liu fékk ekki leyfi kínverskra stjórnvalda til að ferðast til Noregs að taka við verðlaununum. „Hann er í einangrun í fangelsi í norðaustanverðu Kína,“ sagði Jagland í ræðu sinni. „Sú staðreynd ein sýnir að verðlaunin voru nauðsynleg og viðeigandi.“ Hann tók fram að verðlaununum væri ekki beint gegn Kína og sagði Kínverja verða að venjast því, sem stórveldi, að þurfa að sæta gagnrýni og umræðum. Kínversk stjórnvöld eru ævareið norsku Nóbelsnefndinni, norskum stjórnvöldum og öllum þeim ríkjum sem sendu fulltrúa sinn til athafnarinnar í gær. Eiginkona Liu Xiaobo er í stofufangelsi og fékk heldur ekki að fara til Noregs. Liu er fimmti verðlaunahafinn sem kemst ekki til Óslóar að taka á móti verðlaununum vegna andstöðu stjórnvalda. Jafnan hefur þó einhver nákominn verðlaunahafanum getað mætt á athöfnina til að taka við verðlaununum, þangað til núna að enginn fékk leyfi til að fara. Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi frá sér yfirlýsingu í gær og hvatti kínversk stjórnvöld til að láta Liu lausan. „Mannréttindi eru algild – þau tilheyra ekki einni þjóð, heimshluta eða trúarbrögðum,“ sagði Obama, sem fékk friðarverðlaunin í fyrra og sagðist þá sjálfur ekki almennilega skilja hvers vegna. Hann sagðist virða þann mikla árangur sem Kínverjar hefðu náð í því að koma fólki úr fátækt til bjargálna, og sagðist vissulega sammála því að til mannréttinda teldist sú mannlega reisn sem frelsi undan skorti gæfi. „En Liu minnir okkur á að mannleg reisn er einnig komin undir framþróun lýðræðis, opins samfélags og réttarríkis.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Um það bil þúsund manns fylgdust með hátíðlegri athöfn í ráðhúsinu í Ósló í gær, þar sem Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, lagði verðlaunaskjal ársins á auðan stól kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Liu fékk ekki leyfi kínverskra stjórnvalda til að ferðast til Noregs að taka við verðlaununum. „Hann er í einangrun í fangelsi í norðaustanverðu Kína,“ sagði Jagland í ræðu sinni. „Sú staðreynd ein sýnir að verðlaunin voru nauðsynleg og viðeigandi.“ Hann tók fram að verðlaununum væri ekki beint gegn Kína og sagði Kínverja verða að venjast því, sem stórveldi, að þurfa að sæta gagnrýni og umræðum. Kínversk stjórnvöld eru ævareið norsku Nóbelsnefndinni, norskum stjórnvöldum og öllum þeim ríkjum sem sendu fulltrúa sinn til athafnarinnar í gær. Eiginkona Liu Xiaobo er í stofufangelsi og fékk heldur ekki að fara til Noregs. Liu er fimmti verðlaunahafinn sem kemst ekki til Óslóar að taka á móti verðlaununum vegna andstöðu stjórnvalda. Jafnan hefur þó einhver nákominn verðlaunahafanum getað mætt á athöfnina til að taka við verðlaununum, þangað til núna að enginn fékk leyfi til að fara. Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi frá sér yfirlýsingu í gær og hvatti kínversk stjórnvöld til að láta Liu lausan. „Mannréttindi eru algild – þau tilheyra ekki einni þjóð, heimshluta eða trúarbrögðum,“ sagði Obama, sem fékk friðarverðlaunin í fyrra og sagðist þá sjálfur ekki almennilega skilja hvers vegna. Hann sagðist virða þann mikla árangur sem Kínverjar hefðu náð í því að koma fólki úr fátækt til bjargálna, og sagðist vissulega sammála því að til mannréttinda teldist sú mannlega reisn sem frelsi undan skorti gæfi. „En Liu minnir okkur á að mannleg reisn er einnig komin undir framþróun lýðræðis, opins samfélags og réttarríkis.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“