Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2010 19:00 Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka. Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra. Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra.
Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59
Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45