Handbolti

Harpa Sif: Ótrúlega mikil vonbrigði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Harpa Sif Eyjólfsdóttir.
Harpa Sif Eyjólfsdóttir. Mynd/Ole Nielsen.
Harpa Sif Eyjólfsdóttir sagði rússneska liðið hafa verið afar sterkur andstæðingur í dag en Ísland tapaði fyrir þeim í lokaleik sínum á EM í dag, 30-21.

„Rússarnir eru ótrúlega sterkir en það sem mér fannst standa upp úr hjá okkur er að við vorum alltaf að berjast," sagði Harpa Sif við Vísi eftir leikinn.

„En í dag áttum við helst í vandaræðum í sókninni og að koma til baka. Varnarleikurinn var fínn þegar við náðum að stilla upp og það er klárlega bæting frá fyrsta leiknum okkar."

„Við vorum að klára færin okkar illa í dag og það bara má ekki gegn svona liði. Þetta eru ótrúlega mikil vonbrigði."

„Við höfum lært mikið hverja einustu mínútu sem við höfum verið hér. Þetta er stórt mót og mótherjarnir ógnarsterkir. Ég vona að stelpurnar hafi náð að sýna sig á þessu móti og að þær komist að hjá liðum erlendis. Þá verður landsliðið ennþá betra."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×