Handbolti

Þrjú Íslendingalið í undanúrslitum þýska bikarsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur og félagar í Löwen mæta Gummersbach.
Ólafur og félagar í Löwen mæta Gummersbach.

Það er nú ljóst hvaða lið leika til undanúrslita í þýsku bikarkeppninni í handknattleik en Íslendingar eiga fulltrúa í þremur liðum.

Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach mæta Rhein-Neckar Löwen sem þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson spila með. Róbert verður reyndar orðinn félagi þeirra næsta sumar því hann er búinn að skrifa undir samning við Löwen.

Í hinum leiknum mætast HSV og TuS N Lubbecke sem þeir Þórir Ólafsson og Heiðmar Felixson spila með.

Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fer fram á einni helgi og er ávallt spilað í Color Line Arena í Hamborg. Leikirnir fara fram 10. og 11. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×