Hlynur hitar upp með því að vesenast í flutningum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2010 14:00 Mynd/Daníel Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið." Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið."
Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira