Lífið

Símadólgar áreita íslenskar fyrirsætur

Óprúttnir símadólgar hafa áreitt Kristrúnu Ösp undanfarið.
Óprúttnir símadólgar hafa áreitt Kristrúnu Ösp undanfarið.

„Ef þetta heldur áfram breyti ég um númer. Þetta getur verið mjög pirrandi, sérstaklega þegar ég er vakin á næturnar," segir fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir.

Kristrún hefur orðið fyrir miklu ónæði í gegnum síma undanfarið sem endaði á því að hún lét fela nafn sitt á Já.is í síðustu viku. Kristrún hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið vegna sambands hennar og fótboltahetjunnar Dwight Yorke og hún býst við að sú athygli hafi orðið til þess að símadólgarnir láti hana ekki í friði.

„Ég er búin að vera með þetta númer lengi, þetta er fyrsta númerið sem ég fékk mér þannig að ég er ekki að fara að breyta því strax," segir Kristrún. „En ónæðið er búið að vera mikið upp á síðkastið. Það er verið að hringja úr leyninúmeri og bulla. Svo hef ég fengið mörg sms af Já.is."

Eru dónar að hringja?

„Já, mjög mikið af þeim (hlær)." Önnur fyrirsæta, Kristín Lea Sigurðardóttir, hefur einnig lent í ónæði undanfarið, en hvorki svo miklu né alvarlegu að hún hafi íhugað að fela nafn sitt á Já.is. „Ég fékk símtal um daginn og nokkur sms frá Síminn.is," segir Kristín. „Þeir voru bara að bulla, einhverjir dónar."

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.