Innlent

Vilja flytja stafsemina til Íslands

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar mun síðar í vikunni kynna heildræna nútíma og málfrelsis- og upplýsingalöggjöf á ráðstefnu á vegum Evrópuráðsins. Hún er nýkomin af svipaðri ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem fréttamenn frá Frontline og 60 minutes hlustuðu á erindi hennar.

Birgitta verður fulltrúi Íslands á ráðstefnunni sem ber heitið, Eurodig og fer fram í Madríd á fimmtudag og föstudag. Þar mun hún meðal annars tala um þingsályktunartillögu sem nýtur stuðnings þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. En um hvað fjallar sú tillaga?

„Þetta snýst um að taka þessa löggjöf, nútímavæða hana og mynda heildræna löggjöf í kringum þessi mál," segir Birgitta. Hvergi sé til heildarlöggjöf sem tryggi verndun grunngilda málfrelsis- og upplýsingalöggjafar. Þar á Birgitta við þá hugmynd að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun mál- og upplýsingafrelsis.



Snýr ekki aðeins að einu ráðuneyti


Birgitta hefur mikið verið í viðtölum í erlendum fjölmiðlum og fengið mikil viðbrögð varðandi þessi mál. Hún segist hafa fengið fjölmarga pósta frá hýsingaraðilum sem margir hverjir horfi til gagnversins hér á landi.

„Það eru mjög margir sem segjast vilja flytja starfsemina til Íslands ef að reglurnar eru skýrar. Samkvæmt sem þekkja vel til regluverksins hér á landi er það nánast ekki til," segir Birgitta.

Birgitta segir embættismenn sem sýsla við löggjöf sem þessa ánægða með þingsályktunartillöguna, að því leyti að hún snýr ekki aðeins að breytingu á einu ráðuneyti, heldur öllum þeim sem láta sig þessi mál varða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×