Líftækni breytir fiskúrgangi í verðmæt bragðefni og súpur 9. mars 2010 18:45 Líftæknifyrirtæki á Blönduósi, sem notar fiskprótein til að framleiða bragðefni og súpur til útflutnings, fær margfalt hærra verð en áður hefur fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir. Húnvetningum þótti sárt þegar mjólkurstöðinni á Blönduósi var lokað í fyrra eftir meira en hálfrar aldar starfsemi. En nú er komið nýtt fyrirtæki í húsið, Grýta, sem gæti orðið enn styrkari stoð fyrir samfélagið. Sending af humarkrafti er að fara til eins stærsta bragðefnafyrirtækis heims í Þýsklandi. Varan er afrakstur þróunarstarfs sem þeir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Steindór Haraldsson hófu í fyrirtækinu Sero á Skagaströnd fyrir ellefu árum.Tækjum sem áður framleiddu smjör og rjóma hefur nú verið breytt og nýjum bætt inn, svo unnt sé með líftækni að vinna prótein úr humarklóm, þangi og margskyns afskurði fiskvinnslu. Þótt margir séu að framleiða prótein kveðst Steindór halda að hvergi annarsstaðar sé verið að framleiða prótein með þeim aðferðum sem þeir noti.Steindór segir að þetta sé þekkingariðnaður, - fyrirtækið sé að fá miklu meira fyrir þessa vöru en áður hafi fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir, þar sem þetta sé hátæknivara.Í raun eru þetta tvær verksmiðjur, önnur framleiðir bragðefni en hin súpur fyrir veitingahús og mötuneyti. Saltinnihald þeirra er mjög lágt og fituinnihald aðeins 1,5%. "En virka þó eins og fullfeitar súpur en eru algjör hollustuvara. Þetta er mjög nýtt og mjög góð vara," segir Steindór.Grýta hefur hlotið viðurkenningu bæði Evrópusambandsins og Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna. Þeir sem kaupa vörur sem þessar eru stórir súpuframleiðendur og þeir sem framleiða allskonar krafta fyrir veitingahús og matvælaiðnað, að sögn Steindórs.Grýta er eigu Auðhumlu, samvinnufélags mjólkurframleiðenda, og Steindór sér fram á öran vöxt, svo fremi að markaðssetning verði öflug. 4-5 manns starfi nú við fyrirtækið en það aukist væntanlega verulega í vor eða haust, segir hann, og býst við að í þessu húsnæði verði þetta 10-15 manna fyrirtæki. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Líftæknifyrirtæki á Blönduósi, sem notar fiskprótein til að framleiða bragðefni og súpur til útflutnings, fær margfalt hærra verð en áður hefur fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir. Húnvetningum þótti sárt þegar mjólkurstöðinni á Blönduósi var lokað í fyrra eftir meira en hálfrar aldar starfsemi. En nú er komið nýtt fyrirtæki í húsið, Grýta, sem gæti orðið enn styrkari stoð fyrir samfélagið. Sending af humarkrafti er að fara til eins stærsta bragðefnafyrirtækis heims í Þýsklandi. Varan er afrakstur þróunarstarfs sem þeir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Steindór Haraldsson hófu í fyrirtækinu Sero á Skagaströnd fyrir ellefu árum.Tækjum sem áður framleiddu smjör og rjóma hefur nú verið breytt og nýjum bætt inn, svo unnt sé með líftækni að vinna prótein úr humarklóm, þangi og margskyns afskurði fiskvinnslu. Þótt margir séu að framleiða prótein kveðst Steindór halda að hvergi annarsstaðar sé verið að framleiða prótein með þeim aðferðum sem þeir noti.Steindór segir að þetta sé þekkingariðnaður, - fyrirtækið sé að fá miklu meira fyrir þessa vöru en áður hafi fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir, þar sem þetta sé hátæknivara.Í raun eru þetta tvær verksmiðjur, önnur framleiðir bragðefni en hin súpur fyrir veitingahús og mötuneyti. Saltinnihald þeirra er mjög lágt og fituinnihald aðeins 1,5%. "En virka þó eins og fullfeitar súpur en eru algjör hollustuvara. Þetta er mjög nýtt og mjög góð vara," segir Steindór.Grýta hefur hlotið viðurkenningu bæði Evrópusambandsins og Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna. Þeir sem kaupa vörur sem þessar eru stórir súpuframleiðendur og þeir sem framleiða allskonar krafta fyrir veitingahús og matvælaiðnað, að sögn Steindórs.Grýta er eigu Auðhumlu, samvinnufélags mjólkurframleiðenda, og Steindór sér fram á öran vöxt, svo fremi að markaðssetning verði öflug. 4-5 manns starfi nú við fyrirtækið en það aukist væntanlega verulega í vor eða haust, segir hann, og býst við að í þessu húsnæði verði þetta 10-15 manna fyrirtæki.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira