Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar brosti út að eyrum þegar hann rak á eftir strákunum sínum eftir sigurinn á HK í kvöld og sagði þeim að drífa sig í stutta sturtu ef þær ætluðu að ná fluginu til baka.
„Við lögðum þetta upp sem úrslitaleik til að komast í topp fjóra og við erum að keppa við HK sem á leik til góða. Ég er mjög sáttur við hvernig við náðum að klára þennan leik. Mér fannst þetta vera öruggur sigur, við leiðum allan leikinn og náum síðan að auka forskotið jafnt og þétt," sagði Rúnar en Akureyri vann leikinn 34-30 og er því komið upp í annað sæti deildarinnar.
„Ég er mjög ánægður með strákana. Sóknin var mjög góð í fyrri hálfleik og vörnin kom með í seinni hálfleik. Það tóku allir hjá okkur þátt í leiknum og skiluðu sínu hlutverki vel," sagði Rúnar og hann var ánægður með framlag reynsluboltans Heimis Arnar Árnasonar í seinni hálfleik.
„Heimir tók af skarið í seinni hálfleik. Árni sá um þetta í fyrri hálfleik fyrir okkur en svo var hann tekinn úr umferð og þá tók Heimir af skarið. Ég vil líka minnast á hinn 17 ára Guðmund Helga sem setti nokkur falleg mörk hér í kvöld," sagði Rúnar og svo var hann rokinn út á flugvöll.
Rúnar Sigtryggsson: Við lögðum þetta upp sem úrslitaleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn