Innlent

Dæmdur fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð

Mennirnir voru staddir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar árásin átti sér stað.
Mennirnir voru staddir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar árásin átti sér stað.

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2008. Fórnalamb mannsins brotnaði illa og þurfti að víra kjálkann saman vegna áverkanna.

Málið dróst talsvert en í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem dæmdi í málinu í morgun, þá varð dráttur á málinu þar sem árásamaðurinn var hvergi verið skráður í hús og ekki svarað neinum skilaboðum, hvorki frá lögreglu eða númerum með númeraleynd. Maðurinn svaraði að lokum í síma þegar hann sjálfur átti um sárt að binda eftir árás um áramót 2008-2009.

Þá var hann eftirlýstur í kerfi lögreglunnar.

Maðurinn óskaði eftir sýknu á grundvelli þess að málsmeðferð tók óeðlilegan tíma en því var sem sagt hafnað.

Árásamaðurinn var því dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en haldi hann skilorð í þrjú ár fellur refsing niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×