Þjónustumiðstöð nærsamfélagsins Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 9. september 2010 06:00 Í öllum hverfum borgarinnar, í hverjum bæ og hverri sveit er þjónustumiðstöð á formi sóknarkirkju. Þar er veitt margþætt þjónusta fyrir einstaklinga og hópa í ólíkum aðstæðum sem koma upp í lífinu. Rekstur þessara þjónustumiðstöðva nærsamfélagsins hvílir á sóknargjöldum. Þau innheimtir hið opinbera fyrir öll trúfélög á Íslandi. Hver fullráða einstaklingur greiðir í ár 767 krónur á mánuði til sinnar þjónustumiðstöðvar. Sóknargjöldin renna þannig beint til nærsamfélagsins á hverjum stað. Sóknarnefndir móta starf þessara þjónustumiðstöðva því sóknir þjóðkirkjunnar eru sjálfstæðar stjórnsýslueiningar. Þeim er stjórnað af sjálfboðaliðum sem þiggja umboð sitt á almennum safnaðarfundum sem haldnir eru árlega. Þau sem eru skráð í þjóðkirkjuna geta þannig haft bein áhrif á starf sóknarkirkjunnar sinnar og ákveðið í samstarfi við prestana sína hvernig sóknarkirkjan nærir samfélagið. Sóknarkirkjan er öllum opin. Þjónusta presta og safnaða stendur öllum til boða, óháð trúfélagsaðild. Möguleikar safnaðarstarfsins mótast hins vegar af tekjum kirkjunnar, sóknargjöldunum. Ef þú segir þig úr þjóðkirkjunni verður sóknarkirkjan þín af tekjum án þess að nærsamfélaginu sé bætt það upp með beinum hætti. Einhliða skerðing stjórnvalda á sóknargjöldum bitnar líka á nærsamfélaginu. Öflugt nærsamfélag nærir einstaklinga og fjölskyldur, skapar öryggi og skilyrði til þroska. Það hlúir að sjálfbærum lífsstíl. Nærsamfélagið er mikilvægur varnarþáttur í þjóðfélaginu og um það þurfum við að standa vörð. Kirkjan er þar sem fólkið kemur saman til að syngja og tala, prjóna og biðja, föndra, drekka kaffi, til alls þess sem sem söfnuðurinn skapar í sameiningu. Sóknarkirkjan er hluti af nærsamfélaginu og sóknarkirkjan nærir samfélagið. Með því að vera í þjóðkirkjunni styrkir þú þjónustumiðstöðina þína. Það skilar sér inn í nærsamfélagið þitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í öllum hverfum borgarinnar, í hverjum bæ og hverri sveit er þjónustumiðstöð á formi sóknarkirkju. Þar er veitt margþætt þjónusta fyrir einstaklinga og hópa í ólíkum aðstæðum sem koma upp í lífinu. Rekstur þessara þjónustumiðstöðva nærsamfélagsins hvílir á sóknargjöldum. Þau innheimtir hið opinbera fyrir öll trúfélög á Íslandi. Hver fullráða einstaklingur greiðir í ár 767 krónur á mánuði til sinnar þjónustumiðstöðvar. Sóknargjöldin renna þannig beint til nærsamfélagsins á hverjum stað. Sóknarnefndir móta starf þessara þjónustumiðstöðva því sóknir þjóðkirkjunnar eru sjálfstæðar stjórnsýslueiningar. Þeim er stjórnað af sjálfboðaliðum sem þiggja umboð sitt á almennum safnaðarfundum sem haldnir eru árlega. Þau sem eru skráð í þjóðkirkjuna geta þannig haft bein áhrif á starf sóknarkirkjunnar sinnar og ákveðið í samstarfi við prestana sína hvernig sóknarkirkjan nærir samfélagið. Sóknarkirkjan er öllum opin. Þjónusta presta og safnaða stendur öllum til boða, óháð trúfélagsaðild. Möguleikar safnaðarstarfsins mótast hins vegar af tekjum kirkjunnar, sóknargjöldunum. Ef þú segir þig úr þjóðkirkjunni verður sóknarkirkjan þín af tekjum án þess að nærsamfélaginu sé bætt það upp með beinum hætti. Einhliða skerðing stjórnvalda á sóknargjöldum bitnar líka á nærsamfélaginu. Öflugt nærsamfélag nærir einstaklinga og fjölskyldur, skapar öryggi og skilyrði til þroska. Það hlúir að sjálfbærum lífsstíl. Nærsamfélagið er mikilvægur varnarþáttur í þjóðfélaginu og um það þurfum við að standa vörð. Kirkjan er þar sem fólkið kemur saman til að syngja og tala, prjóna og biðja, föndra, drekka kaffi, til alls þess sem sem söfnuðurinn skapar í sameiningu. Sóknarkirkjan er hluti af nærsamfélaginu og sóknarkirkjan nærir samfélagið. Með því að vera í þjóðkirkjunni styrkir þú þjónustumiðstöðina þína. Það skilar sér inn í nærsamfélagið þitt.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar