Gnarr hótað lífláti í orðaleit Vikunnar 18. júní 2010 06:30 Forsíða nýju Vikunnar. Falin skilaboð um að Jón Gnarr verði ráðinn af dögum má finna í svokallaðri orðaleit nýjasta heftis tímaritsins Vikunnar sem kom út á miðvikudag. „Gnarr verður skotinn" fullyrðir orðaleitin í þriðju neðstu línu. Setningin er ekki meðal uppgefinna leitarorða. Lögreglunni hafði ekki borist tilkynning um morðhótun vegna þrautarinnar þegar Fréttablaðið hafði samband við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón í gær. „Þetta er eitthvað nýtt, sem ég kannast ekki við að hafa séð áður, að svona hótun sé falin í texta af þessu tagi. Er hægt að taka þessu sem hótun? Ég átta mig ekki alveg á þessu," segir Geir Jón. „Yfirleitt er þetta borið þannig fram að tilgangurinn er að skelfa - að láta vita með óyggjandi hætti að eitthvað standi til - til að skapa ókyrrð," segir Geir Jón. „En allt sem við fáum í okkar hendur skoðum við rækilega, athugum bakgrunninn og skoðum hvort eitthvað mark sé á takandi," bætir hann við. Umrædd orðaþraut. Setninguna er að finna í þriðju neðstu línu. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, sem var yfirlýstur stuðningsmaður Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist þess hins vegar fullviss að hugur fylgi ekki máli hjá höfundi orðaleitarinnar. Nýbakaður borgarstjóri hafi enga ástæðu til að óttast óðan þrautasmið. Henni kæmi ekki á óvart þótt höfundurinn hefði sjálfur kosið Jón Gnarr í nýafstöðnum kosningum. „Sá sem býr til þessar þrautir hjá okkur er mikill húmoristi. Hann er alltaf með eitthvað svona grín fyrir sjálfan sig. Það hefur enginn fattað það hingað til," segir Elín. Hún frétti ekki af málinu fyrr en eftir að blaðið kom úr prentun. „Mér finnst þetta fara aðeins yfir strikið, ég verð nú að viðurkenna það. En er Gnarr ekki þekktur fyrir að fara yfir strikið líka? Þannig að þetta er kannski bara viðeigandi." Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar. Ekki náðist í Jón Gnarr vegna málsins í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Falin skilaboð um að Jón Gnarr verði ráðinn af dögum má finna í svokallaðri orðaleit nýjasta heftis tímaritsins Vikunnar sem kom út á miðvikudag. „Gnarr verður skotinn" fullyrðir orðaleitin í þriðju neðstu línu. Setningin er ekki meðal uppgefinna leitarorða. Lögreglunni hafði ekki borist tilkynning um morðhótun vegna þrautarinnar þegar Fréttablaðið hafði samband við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón í gær. „Þetta er eitthvað nýtt, sem ég kannast ekki við að hafa séð áður, að svona hótun sé falin í texta af þessu tagi. Er hægt að taka þessu sem hótun? Ég átta mig ekki alveg á þessu," segir Geir Jón. „Yfirleitt er þetta borið þannig fram að tilgangurinn er að skelfa - að láta vita með óyggjandi hætti að eitthvað standi til - til að skapa ókyrrð," segir Geir Jón. „En allt sem við fáum í okkar hendur skoðum við rækilega, athugum bakgrunninn og skoðum hvort eitthvað mark sé á takandi," bætir hann við. Umrædd orðaþraut. Setninguna er að finna í þriðju neðstu línu. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, sem var yfirlýstur stuðningsmaður Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist þess hins vegar fullviss að hugur fylgi ekki máli hjá höfundi orðaleitarinnar. Nýbakaður borgarstjóri hafi enga ástæðu til að óttast óðan þrautasmið. Henni kæmi ekki á óvart þótt höfundurinn hefði sjálfur kosið Jón Gnarr í nýafstöðnum kosningum. „Sá sem býr til þessar þrautir hjá okkur er mikill húmoristi. Hann er alltaf með eitthvað svona grín fyrir sjálfan sig. Það hefur enginn fattað það hingað til," segir Elín. Hún frétti ekki af málinu fyrr en eftir að blaðið kom úr prentun. „Mér finnst þetta fara aðeins yfir strikið, ég verð nú að viðurkenna það. En er Gnarr ekki þekktur fyrir að fara yfir strikið líka? Þannig að þetta er kannski bara viðeigandi." Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar. Ekki náðist í Jón Gnarr vegna málsins í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira