Erlent

Fíkniefnakóngur féll í átökum við öryggissveitir í Mexíkó

Stjórnvöld í Mexíkó hafa tilkynnt að einn helsti fíkniefnakóngur landsins, Ignacio Coronel, kallaður Nacho, hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir landsins.

Nacho var talinn hægri hönd Joaquin "Shorty" Guzman sem er efstur á lista Mexíkóstjórnar yfir eftirlýsta glæpamenn í landinu.

Dauði Nacho þykir mikill sigur fyrir baráttu forseta landsins gegn fíkniefnakóngum þess.

Nacho gekk einnig undir nafninu Konungur krystalsins en hann er talinn hafa stjórnað að mestu smygli á amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×