Lífið

Slash segir Axl Rose magnaðan

Slash var hrifinn af Chinese Democracy.
Slash var hrifinn af Chinese Democracy.
Slash, fyrrum gítarleikari Guns N"Roses, segir að félagi sinn fyrrverandi, Axl Rose, sé magnaður tónlistarmaður.

Rose söng sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með lögum á borð við Sweet Child O"Mine og Welcome To The Jungle og Slash kryddaði útkomuna með tignarlegum gítarleik. Slash hætti í sveitinni 1996 eftir útgáfu plötunnar The Spaghetti Incident og allar götur síðan hefur andað köldu á milli hans og Rose.

Guns N"Roses sneri loks aftur á sjónarsviðið árið 2008 með plötunni Chinese Democracy, sem fékk misjafnar viðtökur. Slash er einn þeirra sem hrifust mjög af henni. „Þetta var fullkomin Axl-plata," sagði hann í viðtali við New York Post. „Hún var nákvæmlega það sem hefði mátt búast við miðað við síðustu árin sem við unnum saman og í hvaða átt hann stefndi. Platan er mjög þung, eiginlega myrk og þunglyndisleg. Hann er algjörlega magnaður."

Slash efast um að hann eigi eftir að vinna aftur með Axl Rose. „Ég veit hversu mikið hann hatar mig. Þess vegna efast ég um það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.