Lífið

Sólinn frá Sandgerði komin á YouTube

"Hin böndin tala um fossa og hálendið og eitthvað kjaftæði. Við spilum lög sem fólk vill heyra og syngja með," segir Kiddi Casio í myndbandinu.
"Hin böndin tala um fossa og hálendið og eitthvað kjaftæði. Við spilum lög sem fólk vill heyra og syngja með," segir Kiddi Casio í myndbandinu.

Sveitaballahljómsveitin Sólinn frá Sandgerði, með söngvarann Kidda Casio í fararbroddi, kom sá og sigraði á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina.

Forsprakkinn Kiddi Casio er hugarburður leikarans Halldórs Gylfasonar og fór hann hamförum á Ísafirði í hlutverkinu. Búið var að safna saman nokkrum færum tónlistarmönnum til að spila með honum en hann hikaði ekki við að reka menn úr sveitinni ef honum sýndist svo. Þetta fékk bassaleikari Hjaltalín meðal annars að reyna á eigin skinni. "Mér er skítsama, þetta eru bara einhverjir fimmþúsundkallar," sagði söngvarinn í kjölfarið.

Sólinn lék sveitaballasett af fínustu sort þar sem lög á borð við Sódóma, Lífið er yndislegt og Is it true hljómuðu og allur salurinn tók undir. Ef eitthvað er að marka orð söngvarans í viðtali við Fréttablaðið um daginn er þetta ekki það síðasta sem við sjáum af sveitinni. "Ef þetta gengur vel þá verður náttúrlega leigð rúta í sumar, gefin út plata og jólalag og lokatakmarkið er svo auðvitað að fara í Eurovision."

Hljómsveitin spilaði stórt hlutverk í þáttaröðunum Nætur-, Dag- og Fangavaktin en persónan Ólafur Ragnar var þar misheppnaður umboðsmaður hennar.

Þeir sem komust ekki á hátíðina geta nú séð stærstan hluta tónleika Sólarinnar hér á YouTube en þeir voru teknir upp af einum áhorfenda í viðeigandi gæðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.