Bryan Singer vill taka Jóa og baunagrasið upp á Íslandi 8. apríl 2010 08:30 Singer er eitt af stóru nöfnunum í Hollywood og er meðal bestu vina sjálfs Toms Cruise en saman gerðu þeir nasistamyndina Valkyrjuna. NordicPhotos/Getty Stórleikstjórinn Bryan Singer er nú að hefja undirbúning fyrir stórmyndina Jack the Giant Killer eða Jóa og baunagrasið. Að því er fram kemur í fjölmiðlum vestanhafs er ráðgert að myndin verði tekin upp í kvikmyndaverum í London en einhverjar útitökur verði hér á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er umfang þessarar myndar svipað og þegar Clint Eastwood mætti með heilan her og hertók Sandvík fyrir Flags of Our Fathers. Heimildir Fréttablaðsins herma að framleiðslufyrirtækið True North muni þjónusta myndina en engar upplýsingar fengust þaðan um hvort og þá hvenær Singer væri væntanlegur til landsins. Ekki ber þó vefsíðum saman um hvenær tökur hefjist en einhverjar þeirra halda því fram að það verði strax í júlí. Ef marka má kvikmyndavefsíðuna examiner.com, sem löngum hefur verið framarlega í kvikmyndaslúðri, eiga leikaraprufur að hefjast strax í sumar og svo muni tökuvélarnar byrja að rúlla í kjölfarið. Singer hefur mikinn áhuga á að gera myndina í þrívídd og því ljóst að um er að ræða gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland ef af verður. Myndin hefur raunar valdið pólitískri deilu milli Fox-kvikmyndaversins og Warner Bros.-risans því upphaflega stóð til að Singer myndi leikstýra næstu mynd í X-Men-flokknum fyrir Fox. Hann kaus hins vegar frekar að ganga til liðs við Warner Bros. og koma, ef að líkum lætur, til Íslands. Þetta mun þó ekki vera frágengið endanlega og ekki hefur verið skrifað undir neina samninga hér á landi. Hins vegar má benda á að í tökuliðinu eru margir af þeim sem komu að ævintýramyndinni Stardust en landslagsmyndir frá Íslandi voru einmitt notaðar í þeirri mynd. Svokallaðir „location managers", eða tökustaðastjórar, hafa komið hingað og Singer ku vera væntanlegur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur þetta verkefni verið á borðinu hjá True North í meira en ár. Og þrátt fyrir að bæði hafi verið skipt um leikstjóra og hluta af framleiðendateyminu að myndinni hefur áhuginn á Íslandi alltaf verið til staðar. Og það skal engan undra. Myndin segir frá ungum bónda sem ákveður að leggja upp í mikla hættuför til að eiga við risa sem hefur rænt gullfallegri prinsessu. Til gamans má geta að Hollywood hefur einu sinni ráðist í gerð myndar eftir þessari frægu sögu; það var árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Stórleikstjórinn Bryan Singer er nú að hefja undirbúning fyrir stórmyndina Jack the Giant Killer eða Jóa og baunagrasið. Að því er fram kemur í fjölmiðlum vestanhafs er ráðgert að myndin verði tekin upp í kvikmyndaverum í London en einhverjar útitökur verði hér á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er umfang þessarar myndar svipað og þegar Clint Eastwood mætti með heilan her og hertók Sandvík fyrir Flags of Our Fathers. Heimildir Fréttablaðsins herma að framleiðslufyrirtækið True North muni þjónusta myndina en engar upplýsingar fengust þaðan um hvort og þá hvenær Singer væri væntanlegur til landsins. Ekki ber þó vefsíðum saman um hvenær tökur hefjist en einhverjar þeirra halda því fram að það verði strax í júlí. Ef marka má kvikmyndavefsíðuna examiner.com, sem löngum hefur verið framarlega í kvikmyndaslúðri, eiga leikaraprufur að hefjast strax í sumar og svo muni tökuvélarnar byrja að rúlla í kjölfarið. Singer hefur mikinn áhuga á að gera myndina í þrívídd og því ljóst að um er að ræða gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland ef af verður. Myndin hefur raunar valdið pólitískri deilu milli Fox-kvikmyndaversins og Warner Bros.-risans því upphaflega stóð til að Singer myndi leikstýra næstu mynd í X-Men-flokknum fyrir Fox. Hann kaus hins vegar frekar að ganga til liðs við Warner Bros. og koma, ef að líkum lætur, til Íslands. Þetta mun þó ekki vera frágengið endanlega og ekki hefur verið skrifað undir neina samninga hér á landi. Hins vegar má benda á að í tökuliðinu eru margir af þeim sem komu að ævintýramyndinni Stardust en landslagsmyndir frá Íslandi voru einmitt notaðar í þeirri mynd. Svokallaðir „location managers", eða tökustaðastjórar, hafa komið hingað og Singer ku vera væntanlegur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur þetta verkefni verið á borðinu hjá True North í meira en ár. Og þrátt fyrir að bæði hafi verið skipt um leikstjóra og hluta af framleiðendateyminu að myndinni hefur áhuginn á Íslandi alltaf verið til staðar. Og það skal engan undra. Myndin segir frá ungum bónda sem ákveður að leggja upp í mikla hættuför til að eiga við risa sem hefur rænt gullfallegri prinsessu. Til gamans má geta að Hollywood hefur einu sinni ráðist í gerð myndar eftir þessari frægu sögu; það var árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira