Umfjöllun: Keflvíkingar í vænlegri stöðu eftir sigur í Njarðvík Elvar Geir Magnússon skrifar 8. apríl 2010 20:58 Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira