Húsnæðismál hreyfihamlaðs fólks María Játvarðardóttir skrifar 2. desember 2010 06:00 Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar