Viðskipti innlent

Málsókn 3.000 manns gegn Actavis dregin til baka

Vísir.is hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Actavis vegna fréttar um að félagið hafi gert dómssátt upp á tæpa 1,4 milljarða kr. Í Bandaríkjunum.

Yfirlýsingin hljóðar svo: „Vegna fréttar sem birtist á vefnum ykkar um lyfið Digitek, þar sem vísað er í frétt Bloomberg, vill Actavis koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum:

Actavis hefur gert sátt við lögfræðinga stefnenda í málinu sem felur í sér að málsóknir u.þ.b. 3.000 einstaklinga á hendur félaginu í Bandaríkjunum verða dregnar til baka. Í þessu felst ekki viðurkenning á sök eða skaðabótaskyldu Actavis.

Félagið mun leggja fé í sjóð og eiga þeir einir sem sýnt geta fram á raunverulegan skaða rétt á greiðslu úr honum. Í upphafi munu 10 milljónir Bandaríkjadala verða í sjóðnum, en 3 milljónum dala verður bætt við ef 98% stefnenda taka þátt í dómssáttinni.

Þess ber að geta að eins og önnur lyfjafyrirtæki sem starfa á Bandaríkjamarkaði er Actavis tryggt fyrir kostnaði vegna lögsókna af þessu tagi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×