Innlent

Óvenju margir með Norrænu

Óvenju margir nýta sér nú Norrænu til þess að komast til og frá Evrópu.
Óvenju margir nýta sér nú Norrænu til þess að komast til og frá Evrópu.

Ferjan Norræna er væntanleg til Seyðisfjarðar um níu leytið með nokkuð á sjötta hundruð farþega, sem er meira en venjulega á þessum árstíma. Á sjöunda hundrað fara með ferjunni út klukkan átta annað kvöld og fullbókað er með henni frá Færeyjum til Danmerkur.

Farþegafjöldinn er rakinn til truflana á flugi, en flug til og frá Færeyjum hefur raskast verulega vegna eldgossins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×