Fyrsti alvöru leikur Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh saman með Miami Heat liðinu verður í Boston 26. október næstkomandi en NBA-deildin hefur gefið út stærstu leiki komandi tímabils. Sumir leikmenn Boston hafa verið að gera lítið úr möguleikum ofurþríeykisins í Miami til að vinna Austurdeildina á fyrsta tímabili og þurfa því að standa við stóru orðin strax í fyrsta leik.
Það þykir líka mikill heiður að spila á jóladag og þá mun Miami-liðið spila við NBA-meistarana í Los Angeles Lakers en margir búast við því að þessi tvö lið mætist í lokaúrslitunum næsta sumar.
Aðrir leikir á jóladag eru Orlando-Boston, New York-Chcago, Oklahoma City-Denver og Golden State-Portland en það er óskráð regla að aðeins skemmtilegustu lið deildarinnar fái að spila 25. desember.
NBA-deildin ætlar ekki að gera mikið úr endurkomu LeBron James til Cleveland en sú viðureign sem margir bíða eftir var ekki í hópi þeirra leikja sem forráðamenn NBA-deildarinnar telja til stóru leikjanna á komandi tímabili. Öll leikjadagskrá NBA-deildarinnar verður gefin út 10. ágúst.
Frumsýning Miami Heat liðsins verður í Boston
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Úlfarnir steinlágu gegn City
Enski boltinn

Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn
