Erlent

BP tókst að innsigla borholuna á Mexíkóflóa

Breska olíufélagið BP tilkynnti rétt í þessu að lokatilraun félagsins til að stöðva olíulekann á Mexíkóflóa hefði tekist í nótt.

Sérstakri leðju var dælt niður í borholuna sem lak og er nú búið að innsigla hana endanlega. Reiknað er með að áfram verði haldið með að dæla leðjunni í holuna og þrýsta þannig olíunni lengra niður í hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×