Erlent

Erfitt að koma aðstoð til fólks á flóðasvæðinu

Maður teygir sig niður í leðjuna eftir eigum sínum.
Maður teygir sig niður í leðjuna eftir eigum sínum.
Flóðin í Pakistan hafa orðið að minnsta kosti 1.500 manns að bana auk þess sem hundrað þúsund manns eiga á hættu að fá alvarlegar sýkingar.

Ekkert lát var á úrkomu norðvestan til á flóðasvæðinu sem veldur hættu á því að vatn flæði yfir stóra stíflu. Erfitt hefur reynst að koma 3,2 milljónum manna til aðstoðar vegna þess að vegir eru gegnsósa, brýr hafa brotnað og símasamband liggur niðri.Tugir þorpa í Punjab-héraði eru á kafi. Sums staðar í sýslunum Kot Addu og Layyah stendur vatnið svo hátt að einungis trjátoppar og hæstu byggingar standa upp úr. „Við bara hlupum burt með börnin okkar, en skildum allt eftir. Allar eigur okkar eru komnar á kaf í vatn. Við eigum ekkert,“ segir Fateh Muhammed, fjölskyldufaðir sem segir flóðið hafa komið svo skyndilega að ekki hefði verið hægt að verjast.

Punjab er stærsta hérað landsins og þar er landbúnaður í mestum blóma. Ónýt uppskera veldur því að Sameinuðu þjóðirnar telja að 1,8 milljónir manna þurfi á matvælaaðstoð að halda.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×