Bikarmeistarar Fram unnu góðan útisigur á Haukum þegar liðin mættust að Ásvöllum í dag.
Leikurinn var í járnum allt til enda en Framstúlkur voru sterkari á lokasprettinum.
Karen Knútsdóttir átti mjög fínan leik fyrir Fram og Anna María Guðmundsdóttir var einnig öflug.
Ramune Pekarskyte var allt í öllu liði Hauka eins og svo oft áður.
Haukar-Fram 24-26 (10-12)
Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 11, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Erna Þráinsdóttir 3, Nína B. Arnfinnsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 1, Þórunn Friðriksdóttir 1.
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 6, Anna María Guðmundsdóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Stella Sigurðardóttir 4, Marthe Sördal 2, Pavla Nevarilova 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1.