Umfjöllun: Njarðvíkingar í annað sætið eftir baráttusigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2010 06:00 Nick Bradford lék vel í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira
Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira