Innlent

Hætti í flokknum eftir landsfund

Guðbjörn Guðbjörnsson.
Guðbjörn Guðbjörnsson.

Eitthvað er um að fólk hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að landsfundur samþykkti einarða ályktun í gær, um að flokkurinn krefðist þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði tafarlaust dregin til baka. Þannig segist Guðbjörn Guðbjörnsson hafa sagt sig úr flokknum að lokinn afgreiðslu tillögunnar.

Þar með hætti hann í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi.

Hann segist þó alls ekki hafa breyst í sósíaldemókrata vegna þessa. Hann sé áfram sami frjálslyndi miðju-hægri maðurinn og hann hafi alltaf verið. "Nú er ég "pólitískur munaðarleysingi," segir Guðbjörn Guðbjörnsson á bloggi sínu.

Þá sagði Sveinn Andri Sveinsson fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins á Fésbóksíðu sinni í gærkvöldi að nú þegar væru hafnar þreifingar umn stofnun ný stjórnmálaflokks á hægri væng stjórnmálanna.

Blogg Guðbjörns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×