Innlent

Nautgripur réðst á konu á Kálfafelli

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð austur í nótt en þar hafði nautgripur ráðist á konu sem hafði farið inn í girðingu við bæinn Kálfafell sem er um 30 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Læknir á Klaustri óskaði eftir aðstoð Gæslunnar og lenti þyrlan með hana á Landspítalanum í Fossvogi um klukkan tvö í nótt. Ekki fengust upplýsingar um líðan konunnar á spítalanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×