Viðskipti innlent

Bankakvartanir vegna Íslands streyma inn til ESA

Kvartanir evrópskra banka vegna Íslands streyma nú inn til ESA, Eftirlitsstofnunnar EFTA með EES-samningnum. Alls hafa 40 evrópskir bankar sent inn kvartanir til ESA og nemur heildarupphæðin í þessum kvörtunum um 13,5 milljörðum kr.

Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no. Þar er rætt við Per Sanderud forstjóra ESA sem segir að um háar upphæðir sé að ræða og að kvartanir þessar séu nú til meðferðar hjá ESA.

Upphæðin sem hér um ræðir miðað við þann 30. júní á síðasta ári. Um 4 milljarðar kr. af henni er vegna innistæðna í íslensku bönkunum en megnið eru ýmsar aðrar kröfur sem gerðar eru á hendur íslenskra banka og haf að mati þeirra sem kvarta ekki fengið réttmæta meðferð hjá skilanefndum/slitastjórnum.

Auk þessara kvartana er ESA einnig að rannsaka hvort Ísland hafi brotið í bága við reglur EES um ríkisaðstoð með því að styðja við rekstur íslensku bankanna í kreppunni og við endurskipulagningu þeirra sem nú er nýlokið.

„Hér er mikilvægt að líta til þess hvort fjárframlögin til hinna nýju banka séu í samræmi við reglurnar um ríkisaðstoð," segir Sanderud.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×